Sagan

Grandavör var vígð við hátíðlega athöfn 24.júlí.2004 að viðstöddu margmenni  á árlegu sumarvinnuhjúamannavinamóti í Púkapytti.

 

"Fornar heimildir greina frá því að í Hallgeirsey hafi verið stunduð sjósókn af miklum krafti. Aldrei hvarflaði það að  mönnum að það væri hægt að koma upp bryggju á þessum slóðum.  En nú er öldin önnur og komin bryggja í Hallgeirsey.  Grandavör heitir hún og er á þurru landi og stendur við Púkapytt, í gamla kartöflugarðinum."

 

Í fyrstu voru tveir bátar við bryggju Auður HF8 og Hlíf GK 250.





 

 

Ári síðar bættist Hafbjörg ÁR 15 í hópinn og fór hún í lýtaaðgerð og frískaðist öll upp.

 

 

Um borð í Hafbjörgu  er setustofa og eldhúskrókur.

     

 

            

Árið 2006 kom Skúli fógeti fulllestaður í heimahöfn.  Hann er stjórnstöð svæðisins og afdrep
fyrir áhafnir skipanna.




 

        

 

 

Jón Óli er mikið aflaskip þó lítill sé en hann dregur til sín unga og efnilega framtíðar sjómenn. 
Hann er á leiksvæði æskunnar fullur af sandi.

       

 

Grandavör lítur svona út í dag. 

 

 

 

Útgerðin vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri :

Allir eru velkomnir - sjón er sögu ríkari

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 323
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 569054
Samtals gestir: 53802
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 00:24:30